GILDIN OKKAR

Starfi lögmannsins fylgir mikil ábyrgð.  Skjólstæðingar lögmanna treysta þeim fyrir sínum mikilvægustu hagsmunum. Því skiptir máli að störf lögmanna séu byggð á  traustum gildum. Við hjá Traust Legal höfum í störfum okkar þrjú grunngildi að leiðarljósi — heiðarleika, virðingu og fagmennsku. Hér að neðan má fræðast nánar um gildin okkar. 

 
Insurance Agent
Signing a Contract
Smiling Handshake

HEIÐARLEIKI

Heiðarleiki í samskiptum er undirstaða alls trausts. Við hjá Traust Legal leggjum okkur fram um að veita skjólstæðingum okkar ávallt áreiðanlegar og réttar upplýsingar og látum engin utanaðkomandi öfl eða þrýsting hindra okkur í að gera það sem þarf að gera til að vernda hagsmuni þeirra. 

VIRÐING

Þjónusta Traust Legal byggir á því grundvallarviðhorfi að allir eiga skilið fulla virðingu og því temjum við okkur það að haga störfum okkar og samskiptum, í eigin persónu, ræðu eða riti, með þeim hætti að manngildi sé í hávegum haft og öllum sé sýnd sú sæmd sem þeir eiga skilið.

FAGMENNSKA

Skjólstæðingar okkar mega treysta því að í okkar störfum fyrir þeirra hönd munum við beita viðurkenndum aðferðum og uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til starfa lögmanna, Við leggjum mikla áherslu á að fylgja siðareglum lögmanna í öllum okkar störfum.

LÖGMANNSÞJÓNUSTA Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI

Árangur þinn er okkar markmið

Business Meeting

Almenn lögfræðiþjónusta

Reynsla af öllum helstu réttarsviðum

Making Notes

Slys og líkamstjón

Ef þú hefur lent í slysi þá getum við hjálpað

Team Meeting

Fyrirtækjalögfræði

Við getum ráðlagt þér hvað er best að gera í stöðunni

HAFÐU SAMBAND

Traust Legal
Lágmúli 7, 5. hæð
108 Reykjavík

516-4000

Skilaboð móttekin. Takk fyrir.